Mitsubishi Eclipse Cross sópar að sér verðlaunum
08.11.2019
Nýjasti meðlimur Mitsubishi flotans, Eclipse Cross, er fjórhjóladrifinn jepplingur sem hefur vakið mikla athygli fyrir djarfa og glæsilega hönnun. Eclipse Cross hefur sankað að sér verðlaunum síðan hann var kynntur til leiks á Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf árið 2017. Hann var valinn bíll ársins 2019 í Japan, bíll ársins 2019 í Rússlandi, besti innflutti bíllinn í Tævan árið 2018 og svo mætti lengi telja. Eclipse Cross er handhafi alþjóðlegu Good Design verðlaunanna þar sem hann þótti bera af fyrir djarfa og eftirtektarverða hönnun og þess má einnig geta að í Eclipse Cross er öryggið í fyrirrúmi en hann er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum Euro NCAP og JNCAP.