Fara í efni

Umhverfisvæn tækni - ClearTec

 

Þegar þú hemlar í venjulegum bíl hverfur hreyfiorkan sem myndast við framrás bílsins í formi hita. ClearTec geymir sumt af þeirri orku sem er að fara til spillis og umbreytir henni í afl sem geymist í rafgeyminum. Rafallinn í Clear Tec er líka skynvæddur. Þegar rafgeymirinn er yfir tilteknu orkustigi minnkar hann framleiðslu á rafmagni til að draga úr hleðslu á vélinni og spara eldsneyti. Þessi eiginleiki einn og sér veldur 11-15% af heildarminnkun kolefnislosunar í ClearTec (fer eftir gerðum). ClearTec vélar framleiða ekki bara rafmagn á skilvirkan hátt heldur fanga orku, sem ella færi til spillis, til að endurhlaða rafgeyminn þegar hægt er á hraða eða hemlað.

 

     Gírskiptiljós

 Hjá Mitsubishi Motors gerum við allt sem við getum til að tryggja að okkar tækni sé eins umhverfisvæn og hugsast getur. Með því að nota       umhverfisvæna tækni. Gírskiptiljósið (Gear Shift Indicator) er eiginleiki sem hjálpar til við að draga úr eldsneytiseyðslu og lágmarka losun kolefnis.   Hann er í öllum beinskiptum bílum frá Mitsubishi og sýnir hvernig þú getur gert þinn ökustíl hvað sparneytnastan. Hentugur skjár lætur þig vita hvenær   heppilegast er fyrir þig að skipta um gír og gerir þér kleift að eyða sem allra minnstu eldsneyti.

 

 

 

 

Auto Stop and Go

Auto Stop & Go kerfið í Mitsubishi er hannað til að tryggja mesta eldsneytissparnað við raunveruleg akstursskilyrði. Kerfið slekkur sjálfkrafa á vélinni um leið og bíllinn nemur staðar, þú skiptir í hlutlausan gír og tekur fótinn af kúplingunni og vélin stöðvast. Vélin endurræsist um leið og stigið er á kúplinguna til að virkja gírskiptingu. Auto Stop & Go virkjast sjálfkrafa um leið og lyklinum í startaranum er snúið í "ON" stöðu og tekur til starfa eftir nokkrar mínútur, þegar vélin er orðin heit. Auto Stop & Go lagar sig að þörfum bílsins þannig að við ákveðnar aðstæður stöðvast vélin: Til dæmis þegar lofthiti er yfir 3°C, eða ef bíllinn hefur ekki náð 5 km/klst. hraða eftir fyrri sjálfvirka ræsingu. Rofi á mælaborðinu geri þér kleift að afvirkja kerfið ef þess er óskað (t.d. í umferðarhnút).