Fara í efni

Sagan

Fyrstir til að fjöldaframleiða rafmagnsbíla

104 ára saga Mitsubishi er saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða rafbíla. Rannsóknar- og þróunarvinnan hófst árið 1966 og árið 1970 varð fyrsti rafmagnsbílinn Mitsubishi að veruleika með Minica EV. Rúm 1000 eintök voru framleidd og afhent raforkufyrirtækjum og ríkisstofnana til reynslu.  Mitsubishi hélt þróunarvinnunni áfram með Mini Cab EV, Delica EV, Minica Econo EV og Lidero EV sem allir höfðu litið dagsins ljós um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar þau mikilvægu skipti voru úr blýrafgeymum í litíumjónarafgeyma sem hlaðast hraðar og endast lengur. 

Með þessari hugmyndavinnu var lagður grunnur að rafbílnum Mitsubishi i-MiEV sem kom á fyrirtækjamarkað í Japan árið 2009 og á almennan markað ári síðar. Þremur árum síðar var Outlander PHEV, sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni, frumsýndur en hann var fyrsti tengiltvinnbíllinn í jeppaútfærslu. Hann sló samstundis í gegn og vann til fjölda verðlauna. Outlander PHEV hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga og er mesti seldi tengiltvinnbíllinn á landinu síðustu fimm árin.

Nú hefst nýr kafli í sögu Mitsubishi með komu Eclipse Cross PHEV sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni líkt og Outlander PHEV.

Leið Mitsubishi til rafvæðingar er vörðuð skemmtilegum hugmyndabílum sem lögðu grunn að farsæld fyrirtækisins í rafbílaframleiðslu. Einn þeirra, Mitsubishi FTO-EV var framleiddur árið 1998 og ári síðar komst hann í heimsmetabók Guinness þegar hann var fyrsti rafbíllinn til að aka 2000 kílómetra á einum sólarhring. Nú þegar fyrirtækið er 104 ára er spennandi að skoða aðeins þessa bíla sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun mála.

Outlander PHEV , mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi 2016, 2017, 2018, 2019, 2020 & 2021

Minica EV 1970 Libero EV 1993 FTO EV 1998 Eclipse EV 2000 Lancer Innovation EV 2005 iMiEV 2010

 

Hvers vegna mótorsport er okkur í blóð borið

Bílasaga Mitsubishi hófst árið 1917 þegar skipasmíðafélagið Mitsubishi Shipbuilding CO., LTD. kynnti sinn fyrsta bíl til leiks, Model-A, sem var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan.  Árið 1962 keppti bíll frá Mitsubishi í fyrsta sinn í alþjóðlegri mótorsportkeppni, Macau Grand Prix, og bar sigur af hólmi. Mitsubishi 500 Super Deluxe kom sá og sigraði og var fyrsta skrefið í sigurgöngu fyrirtækisins á þessum vettvangi. Colt Galant GTO kom á markað 1970; þróaður út frá Colt F útfærslunum sem lönduðu fimm Grand Prix sigrum og áfram hélt sagan með Lancer 1600GSR.  Fyrsta kynslóð Pajero kom svo á markað árið 1983 og svo mikil var trú manna á þessum nýja jeppa að ákveðið var að skrá hann til leiks í hörðustu mótorsportkeppni heims; Dakar kappakstrinum. Pajero gekk vel og 1985 hreppti hann fyrsta sætið og sigraði alls tólf sinnum í keppninni þar til fyrirtækið ákvað að draga sig úr keppninni árið 2009. Tommi Mäkinen vann hvorki fleiri né færri en fjóra heimsmeistaratitla á bíl frá Mitsubishi. Í janúar 2019 endurnýjaði Mitsubishi kynni sín við Dakar þegar spænska valkyrjan Cristina Gutierrez keppti á frumsmíðinni Mitsubishi Eclipse Ctoss T1. Með því að renna yfir þessa 57 ára kappaksturssögu má sjá hvernig þátttaka Mitsubishi í  kappakstri hefur hjálpað til við að búa til betri og sterkari bíla fyrir þig og aðra ökumenn.

 

Í 40 ár á Íslandi

Árið 1979 hóf P. Stefánsson HF. innflutning á bílum frá Mitsubishi og reið á vaðið með Galant Sigma. Í janúarbyrjun 1980 sameinaðist fyrirtækið HEKLU og tíu árum síðar höfðu Mitsubishi bifreiðir náð yfir 20% markaðshlutdeild í landinu. Sama ár gerðist HEKLA umboðsaðili Mitsubishi Heavy Industries, en hverflar og túrbínur frá þeim hafa verið settar í fjölmargar virkjanir á landinu. Mitsubishi Galant, Colt, Lancer, Pajero og Outlander þarf vart að kynna enda ákaflega vinsælir farkostir í gegnum tíðina en árið 2013 kynnti Mitsubishi til leiks Outlander PHEV, fyrsta  fullvaxna rafknúna fjórhjóladrifsbílinn sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni. HEKLA afhenti eigendum fyrstu eintökin í september 2014 og það er skemmst frá því að segja að þessi vistvæni töffari hafi slegið í gegn.  Á aldarafmæli Mitsubishi, árið 2017, varð algjör sprenging í sölu Outlander PHEV og hann hefur verið söluhæsti tengiltvinnbíllinn á Íslandi fimm ár í röð.